Stöðlunarverkefni utan fagstaðlaráða

Stundum háttar svo til að aðkallandi stöðlunarverkefni berast inn á borð Staðlaráðs án þess að til sé skilgreint fagstaðlaráð á því sviði. Í slíkum tilvikum skipar stjórn Staðlaráðs tækninefnd sem fer með stöðlunarvinnuna á ábyrgð stjórnar skv. reglum um þátttöku í staðlastarfi.

 

ÍST 85 - Jafnlaunastaðall

Endurskoðun jafnlaunastaðalsins ÍST 85 hefur staðið yfir frá árinu 2018. Hlé var gert á þeirri vinnu í árslok 2019 en stefnt er að því að halda henni áfram á árinu 2021.

ÍST EN ISO 19011

Þýðing á ÍST EN ISO 19011 - Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa.

ÍST 91 - Ábyrg kolefnisjöfnun

Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi. Vottun kolefniseininga er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að nota þær á ábyrgan hátt til kolefnisjöfnunar; vottunarkerfið í heild þarf að vera óháð bæði seljendum og kaupendum og staðallinn sem vottað er eftir þarf að samræmast alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði og viðmiðum.

Á vettvangi Staðlaráðs er nú hafin vinna við að skoða hvaða skref verði tekin í framhaldi af vinnustofusamþykkt ÍST WA 91 - Ábyrg kolefnisjöfnun. Skipuð hefur verið tækninefnd sem hefur hafist handa við að skoða þá staðla sem til eru ásamt því að huga að fjármögnun verksins.  

 

Menu
Top