Starfsnám

Starfsnám fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík

Staðlaráð býður nemendum Háskólans í Reykjavík upp á starfsnám skv. sérstökum samningi sem undirritaður var 2020. Gefst nemendum einstakt tækifæri til að kynnast staðlastarfi, gerð staðla, inntaki einstakra staðla og vinna að rannsóknum á stöðlum. Nemendur í lögfræði, verkfræði, viðskiptafræði og tæknifræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um en starfsnám er þó ekki einskorðað við þær greinar. Staðlar koma við sögu í langflestum greinum og geta því átt við um alla. 

Staðlaráð kappkostar að taka vel á móti nemendum og sérsníða starfsnámsverkefni að hverjum og einum. Vinnustaða okkar í Þórunnartúni er góð og við hvetjum nemendur til að freista gæfunnar með okkur. 

Meðal viðfangsefna sem má hugsa sér að vinna með eru:

 • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
 • Staðlar og löggjöf
 • Snjallsamfélög
 • CE merkingar
 • Staðlar og neytendavernd
 • Staðlar og nýsköpun
 • Almenn gæðastjórnunarkerfi
 • Staðlar sem stuðla að sjálfbærni
 • Staðlar og gervigreind
 • Ávinningur af staðlanotkun
 • Staðlar sem stuðla að samfélagslegri ábyrgð
 • Evrópustaðlar 
 • Staðlar í byggingariðnaði
 • Staðlanotkun við opinber innkaup
 • Staðlar sem styðja við ferðaþjónustu
 • Umhverfisstjórnunarstaðlar

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar á helga@stadlar.is eða í síma 520-7150

 

Vinnustofa hjá IEC fyrir starfandi rafmagnsverkfræðinga

Staðlaráð getur árlega boðið tveimur starfandi rafmagnsverkfræðingum á aldrinum 25-35 ára upp á þátttöku í vinnustofu, (e.Young Professionals Programme) á vegum Alþjóða raftækniráðsins IEC. Sú vinnustofa fer fram á aðalfundi samtakanna þar sem fundarmenn skipta þúsundum. Í þátttökunni felst einstakt tækifæri til að kynnast kollegum um allan heim, að kynnast staðlastarfi í gegnum faglega dagskrá og að ná forskoti á þessu sviði hérlendis. 

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar á helga@stadlar.is eða í síma 520-7150

Menu
Top