Staðlaráð

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.



Hvað gera staðlar fyrir þig?

Staðlar tryggja að vörur og þjónusta sé örugg og áreiðanleg. Þeir leiðbeina stjórnendum fyrirtækja um sjálfbærni og góða stjórnarhætti til að tryggja framtíð þar sem við getum með áreiðanlegum og einföldum hætti treyst því að vörur og þjónusta uppfylli ítrustu kröfur

Í hnotskurn eru staðlar bræðingur veraldlegra og siðferðilegra viðurkenndra viðmiða sem auðvelda og létta okkur daglegt líf


Hvað er staðall?

Sammælt svar okkar færustu sérfræðinga við spurningunni "Hvernig er best að gera þetta?"

Staðlar styðja við löggjöf

Löggjafar víða um heim nýta staðla sem stuðning við löggjöf með valkvæðum eða bindandi hætti

Ávinningur staðlanotkunar

Fyrir fyrirtæki er það fyrst og fremst efnahagslegur ávinningur en fyrir neytendur tryggja staðlar gæði

Fimm fagstaðlaráð

Á vettvangi Staðlaráðs eru rekin fimm fagstaðlaráð sem hafa umsjón með innlendri staðlagerð


Íslenskir staðlar

Staðlaráð Íslands starfar samkvæmt lögum um staðla. Hlutverk Staðlaráðs er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á staðlastarfi og eiga hagsmuna að gæta af gerð og notkun staðla hérlendis. Staðlaráð hefur að leiðarljósi að auka vöxt og nýsköpun íslensks atvinnulífs og bæta starfsskilyrði þess, ásamt því að bæta vernd og öryggi neytenda. Staðlaráð veitir ráðgjöf, upplýsingar og þjónustu um hvaðeina sem lýtur að stöðlum og stöðlun. Jafnframt sér Staðlaráð um sölu staðla frá fjölmörgum staðlastofnunum.  

Fréttir

Menu
Top