Taktu þátt

 

 

Ávinningur af þátttöku í staðlastarfi er margvíslegur.

Þátttakendur í tækninefndum hafa áhrif á það hvert inntak staðla er og hafa þar með áhrif á þróun í sinni atvinnugrein. Þeir fá þannig líka vitneskju um framtíðarþróun atvinnugreinarinnar, koma auga á tækifæri til nýsköpunar og viðskipta, fá tækifæri til að vinna með sérfræðingum í sínu fagi og leggja sitt af mörkum til að viðhalda góðum vinnubrögðum og viðmiðum í sínu fagi. 

Tugir íslenskra sérfræðinga taka þátt í starfi íslenskra tækninefnda til að leggja línur og sammælast um viðmið, kröfur og tæknilegar útfærslur í ýmsum efnum. Þátttaka íslenskra sérfræðinga í erlendum tækninefndum er sífellt að aukast en þannig má gæta viðskiptahagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og auka samkeppnishæfni og þekkingu.  

Reglur um þátttöku í staðlastarfi má finna hér

Við auðveldum litlum og meðalstórum fyrirtækjum (e. SME) þátttöku í staðlastarfi og notkun staðla.

Sú skylda er lögð á staðlasamtök að tryggja að lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SME) hafi möguleika á þátttöku í staðlastarfi og notkun staðla. Meðalstór fyrirtæki eru skilgreind með starfsmenn 50-250 manns og lítil fyrirtæki 11-49. Örfyrirtæki hafa svo 1-9 starfsmenn.

Þeirri skyldu er fullnægt með ýmsum hætti en mikilvægt er að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geti nýtt sér þau frábæru verkfæri sem staðlar eru til að bæta afköst, stuðla að bættri heilsu og auknu öryggi neytenda og starfsmanna, að þeir auðveldi hlítni við lög og reglur og gerir fyrirtækjum kleift að ná meiri árangri í umhverfismálum. Staðlar eru farvegur nýsköpunar og nýrrar tækni og tryggja að vörur, íhlutir og þjónusta sé gagnkvæm og samhæfð.

Hér á landi búum við við þá stöðu að langstærstur hluti fyrirtækja er lítill og meðalstór (e. SME) og skyldunni um að auðvelda þeim notkun staðla og aðgengi að staðlastarfi fullnægjum við með eftirfarandi hætti:

  1. Við eigum í reglulegu samtali við hagsmunasamtök þeirra sem eru í forsvari fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að veita upplýsingar um þróun staðlamála og afla upplýsinga um þarfir í atvinnulífinu til að geta brugðist við þeim þörfum.
  2. Við veitum upplýsingar um stöðlunarstarf, námskeið og fundi á vef Staðlaráðs
  3. Við tryggjum þátttöku hagsmunasamtaka þeirra sem eru í forsvari fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í stöðlunarstarfi til að tryggja að tekið sé tillit til þeirra við gerð staðla.
  4. Við greinum þörf fyrir þýðingar og ráðumst í þær til að tryggja að mikilvægir staðlar séu aðgengilegir litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
  5. Við stöndum fyrir starfsþjálfun háskólanema og eigum í góðu samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands um námskeiðahald um einstaka staðla.
  6. Þátttaka okkar í starfsemi Stjórnvísi, um gæðastjórnun, er liður í því að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að fræðast um staðla og nýta þá í starfsemi sinni.
  7. Við gerum upplýsingar og fræðslu um staðla, notkun þeirra og ávinning af staðlanotkun aðgengilega á vef Staðlaráðs.
  8. Við veitum ráðgjöf og upplýsingar þeim sem til okkar leita í gegnum síma eða tölvupóst.
  9. Við bjóðum vöndla af hagnýtum stöðlum aðgengilega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á hagstæðu verði. Má þar nefna íslenska þjóðarviðauka við evrópsk-íslenska þolhönnunarstaðla og ÍST HB 200, Handbók um raflagnir bygginga.
  10. Þátttaka í staðlastarfi er fyrirtækjum að kostnaðarlausu hjá Staðlaráði Íslands.

Leiðbeiningar um stöðlun með hliðsjón af þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. (íslensk þýðing á "SME Standardization Guide 17" gefinn út af evrópsku staðlasamtökunum CEN)

Menu
Top