Fagstjórn í gæðamálum

Fagstjórn í gæðamálum hefur starfað á vegum Staðlaráðs Íslands frá því í september 1991. Verksvið fagstjórnarinnar nær til gæðamála, vottunar og prófana. Hlutverk hennar felst meðal annars í að veita ráðgjöf um hvaða staðla á þessum sviðum sé vænlegt að þýða á íslensku, forgangsraða verkefnum, móta stefnu varðandi þátttöku Íslands í fjölþjóðlegu staðlasamstarfi og stuðla að framgangi stöðlunar í gæðamálum á Íslandi. 


Umsjón með starfi fagstjórnarinnar hefur Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands.

Menu
Top