ÍST 85:2012

Staða:

Gildistaka - 20.12.2012

Íslenskt heiti:

Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Enskt heiti:

Equal wage management system - Requirements and guidance

Tækninefnd:

ÍST/Staðlaráð

ICS flokkur:

3.100

Auglýst:

20.12.2012

Umfang (scope):


Hægt er að sækja um gjaldfrjálsan lesaðgang að ÍST 85:2012 hér: Sækja um gjaldfrjálsan aðgang > Jafnlaunastaðall gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér eftir atvikum vottunar um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jafnlaunastaðli er miðað að innleiðingu markvissra og faglegra aðferða við ákvörðun launa, virkri rýni og stöðugum umbótum á framkvæmd jafn launastefnu innan fyrirtækja/stofnana sem velja að hagnýta sér hann. Almennt skal miðað við þá starfsemi sem fellur undir kennitölu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Staðallinn nýtist fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi og hlutverki og hlutfalli karla og kvenna sem er innan vinnustaðarins. Í fyrirtækjum og stofnunum þar sem kynjahlutföll eru mjög ólík eftir deildum eða starfahópum skal tryggt að sömu aðferðum sé beitt við launaákvarðanir. Í staðlinum eru tilgreindar kröfur til jafnlaunakerfis sem gera fyrirtæki kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið varðandi launajafnrétti kynja með hliðsjón af lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem fyrirtækið undir gengst, og upplýsingum um þá þætti sem hafa áhrif á launamyndun í fyrirtækinu. Í staðlinum sjálfum eru ekki settir fram sérstakir mælikvarðar á frammistöðu í jafnlaunamálum. Þessum staðli má beita í hverju því fyrirtæki sem vill koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlauna mála, og/eða fá fullvissu um að starfsemi þess samræmist yfirlýstri jafnlaunastefnu þess. Fyrirtæki sem telur sig uppfylla kröfur þessa staðals getur a) gengið sjálft úr skugga um að kröfurnar séu uppfylltar, og lýst því yfir að svo sé; eða b) leitað eftir staðfestingu á að kröfurnar séu uppfylltar hjá hagsmunaaðilum, s.s. fulltrúum starfsmanna; eða c) leitað eftir vottun þar til bærs aðila á jafnlaunakerfi sínu. Allar kröfur þessa jafnlaunastaðals ættu að vera felldar inn í stjórnun launamála hjá fyrirtækinu. Í viðauka A við þennan staðal er veitt leiðsögn um notkun hans.
Verð 16.075 kr.
Skráðu þig inn til þess að skoða sýnishorn
Skráðu þig inn til þess að vakta þennan staðal
Skráðu þig inn til þess að kaupa þennan staðal
Menu
Top