Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
FUT hélt vel sóttan haustfund þann 28. október en fundurinn var samblanda af staðfundi og fjarfundi. Tæplega 40 manns fylgdust með fundinum ýmist á staðnum eða á netinu.
Formenn fimm tækninefnda fóru yfir starfsemi sinna nefnda og gerðu grein fyrir því viðamikla stöðlunarstarfi sem fram fer á sviði upplýsingatækni. Þá var einnig farið yfir það hvernig GitHub er notað til staðlagerðar en notkun GitHub hefur það að markmiði að festa í sessi verklag við ritun og viðhald stöðlunarskjala.
Erindi héldu:
Þorvarður Kári Ólafsson, formaður FUT setti fundinn og kynnti til eftirfarandi formenn til leiks:
Bergþór Skúlason, formaður tækninefndar um grunngerð rafrænna viðskipta (TN GRV)
Ástríður Elín Jónsdóttir, starfandi formaður tækninefndar um traustþjónustu (TN TÞJ)
Ólafur Róbert Rafnsson, formaður tækninefndar um upplýsingaöryggi og persónuvernd (TN UPV)
Halldór Vagn Hreinsson, formaður tækninefndar um fjármálaþjónustu (TN FMÞ)
Þór Jes Þórisson, formaður tækninefndar um hlutanet (TN IoT)
Guðmundur Jón Halldórsson, ráðgjafi CLT um notkun GitHub í stöðlunarstarfi TN FMÞ
Georg Birgisson, ráðgjafi Midran um notkun GitHub í stöðlunarstarfi TN GRV
Heildarskýrslu um starfsemi FUT má finna hér