Þjónustukönnun Staðlaráðs hefur verið send út

MMR hefur tekið að sér að vinna þjónustukönnun fyrir Staðlaráð Íslands til að auðvelda umbætur og bæta þjónustu. Könnunin var send út til viðskiptavina og hagaðila Staðlaráðs í dag, þriðjudaginn 26. október 2021.

Starfsfólk Staðlaráðs þakkar þeim sem gefa sér tíma til að svara könnuninni. Hún er mikilvægur liður í því að gera betur, þróa þjónustuna og gefa okkur verkfæri til að nálgast viðskiptavini okkar og hagaðila og tryggja að þjónusta ráðsins sé í samræmi við þarfir og væntingar í atvinnulífinu. 

 

Menu
Top