Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Staðlaráð Íslands og þá sér í lagi Byggingastaðlaráð standa á tímamótum því Jón Sigurjónsson, verkfræðingur, sem verið hefur formaður Byggingastaðlaráðs í aldarfjórðung hefur látið af því embætti. Hann mun jafnframt hætta í stjórn Staðlaráð Íslands þar sem hann hefur um hrið sinnt stjórnarstörfum samhliða formennsku í Byggingarstaðlaráði.
Byggingarstaðlaráð var formlega stofnað í ágúst árið 1988 en fyrsti stjórnarfundur Jóns Sigurjónssonar sem formanns Byggingastaðlaráðs var í júlí árið 1997. Hélt hann sinn síðasta stjórnarfund 5. maí síðastliðinn og var það fundur númer 108 sem ná yfir rúmlega 24 ára tímabil.
Jón hefur leitt starf Byggingastaðlaráðs í gegnum súrt og sætt og er óhætt að fullyrða að hans skarð verður vandfyllt. Aðalsmerki Jóns í gegnum tíðina hefur verið að láta verkin tala og má greina það vel af öllum þeim verkum sem Byggingarstaðlaráð hefur sett frá sér á þessu tímabili sem Jón hefur gegnt formennsku.
Jón hefur komið víða við á sínum ferli og ávallt látið vel til sín taka eins og honum er einum lagið. Hann hefur verið lykilmaður í byggingarannsóknum á Íslandi og má með sanni segja að hann hafi lagt sitt af mörkum í nýsköpun í byggingariðnaði í gegnum áratugina. Meðal þeirra starfa sem Jón hefur sinnt:
Listinn er ótæmandi og fá svið byggingariðnaðar sem Jón hefur ekki stigið fæti inn á. Það sem hægt er að taka út úr þessu öllu saman er óþrjótandi áhugi Jóns, hvar sem borið er niður fæti, við að leggja sitt af mörkum í að standa vörð um vandaða mannvirkjagerð og ekki síður að leggja sitt af mörkum við að ráða bót á því sem betur má fara. Íslenskur byggingariðnaður og landsmenn allir njóta framlags Jóns um ókomna tíð.
Við hjá Staðlaráði Íslands þökkum Jóni Sigurjónssyni kærlega fyrir samstarfið í gegnum áratugina og óskum honum velfarnaðar um ókomna framtíð.