Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Kjarnastaðlarnir í ISO 9000 staðlaröðinni eru mörgum kunnir, ekki síst kröfustaðallinn sem vottað er eftir, ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - kröfur. Það eru hins vegar til mun fleiri stjórnunarkerfisstaðlar sem innihalda verðmætar upplýsingar og leiðbeiningar. Sem dæmi má nefna þessa;
ISO 10005 Quality management - Guidelines for quality plans
ISO 10006 Quality management - Guidelines for quality management in projects
ISO 10007 Quality management - Guidelines for configuration management
ISO 10014 Quality management - Guidelines for realizing financial and economic benefits
ISO 10015 Quality management - Guidelines for training
ISO 10018 Quality management - Guidelines on people involvement and competence
ISO 31000 Risk management - Principles and guidelines
ISO 37500 Guidance on outsourcing
Hér má sjá yfirlit yfir stórfjölskyldu gæðastjórnunarstaðla, ásamt leiðbeiningum og dæmum