Stjórnunarkerfisstaðlar

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Stjórnunarkerfisstaðlar auðvelda stjórnendnum fyrirtækja að halda utan um starfsemina og ná markmiðum sínum. Þessi markmið eru tengd ýmsum málefnum, s.s. gæði vöru eða þjónustu, skilvirkni í rekstri, árangri í umhverfismálum, heilsu og öryggi á vinnustaðnum o.s.frv. 

Stjórnunarkerfin taka mið af samhengi skipulagsheildarinnar. Fyrir smærri aðila getur það einfaldlega þýtt það að forysta eigenda verði sterkari, skilgreiningar um það hvers vænst er af hverjum starfsmanni verða betri auk skilgreininga á því hvernig þeir geta betur stuðlað að heildarmarkmiðum skipulagsheildarinnar án þess að þörf sé á umfangsmikilli skjölun verkefna. Flóknari rekstur kallar hins vegar á víðtækari skjölun á ferlum og framvindu auk eftirlits til að uppfylla lagalegar skyldur og markmið. Þó stjórnunarkerfisstaðlar séu ekki alltaf heppilegir í mjög smáum rekstrareiningum er það ekki smæðin sem segir til um það, heldur samhengi rekstrarins. Dæmi eru um vottun gæðastjórnunarkerfis í eins manns fyrirtæki sem þó bar ríkar skyldur lögum samkvæmt. 

Stjórnunarkerfislíkanið sem ISO stjórnunarkerfisstaðlar byggja á hjálpa skipulagsheildum að bæta frammistöðu sína og árangur með því að leiða stjórnendur í gegnum innleiðingu fastmótaðra ferla. Með því eru búin til endurtekin ferli sjálfsmats, leiðréttinga og umbóta í rekstrinum sem um leið auka vitund starfsmanna og tryggja skuldbindingu stjórnenda í forystuhlutverki.

Ávinningurinn er m.a.

  • betri nýting auðlinda og meiri efnahagslegur ávinningur
  • bætt áhættustjórnun og þar með vernd fólks og umhverfis
  • aukin geta til að tryggja stöðug og síendurbætt gæði vöru og þjónustu og þar með aukið virði þjónustunnar hjá viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum

Stjórnunarkerfisstaðlar eru afrakstur samvinnu sérfræðinga víðsvegar að úr heiminum, á sviði stjórnunar, forystu og árangursríkra ferla og venja. Þeir eru því frábært stjórntæki fyrirtækja og stofnana af öllum stærðum og gerðum. 

Til eru fjórar gerðir stjórnunarkerfisstaðla:

 

Almenn stjórnunarkerfi s.s.

Stjórnunarkerfi atvinnugreina s.s.

Staðlar skyldir stjórnunarkerfisstöðlum s.s.

Stjórnunarstaðlar s.s.

Almennt er ekki gerð krafa um vottun stjórnunarkerfisstaðla og það má vel nýta kosti þeirra án vottunar. Ef hins vegar ætlunin er að fá vottun er nauðsynlegt að hafa samband við faggiltan aðila. Lista yfir íslenskar vottunarstofur má nálgast á vefsvæði Faggildingarsviðs Hugverkastofu

Menu
Top