ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 (ísl./en)

Staða:

Gildistaka - 20.4.2017

Íslenskt heiti:

Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi - Kröfur

Enskt heiti:

IInformation technology - Security techniques - Information security management systems - Requirements

Tengdur staðall:

ISO/IEC 27001:2014+Cor 2:2015

Tækninefnd:

CEN/FUT

ICS flokkur:

35.03, 3.100

Auglýst:

18.4.2017

Umfang (scope):

Í þessum alþjóðastaðli eru tilgreindar kröfur sem gilda um að koma á, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi í samhengi skipulagsheildarinnar. Þessi alþjóðastaðall felur einnig í sér kröfur varðandi mat og meðferð á upplýsingaöryggisáhættu sem sniðnar eru að þörfum skipulagsheildarinnar. Þær kröfur sem settar eru fram í þessum alþjóðastaðli eru almennar og er ætlunin að þeim megi beita á allar skipulagsheildir, óháð tegund, stærð og eðli. Óásættanlegt er að sleppa einhverjum af þeim kröfum sem tilgreindar eru í greinum 4 til 10 þegar skipulagsheild lýsir yfir samræmi við þennan alþjóðastaðal.
Verð 17.648 kr.
Skráðu þig inn til þess að skoða sýnishorn
Skráðu þig inn til þess að vakta þennan staðal
Skráðu þig inn til þess að kaupa þennan staðal
Mynd sem fylgir ÍST ISO/IEC 27001:2005 (íslensk þýðing)

ÍST ISO/IEC 27001:2005 (íslensk þýðing)

Þessi alþjóðastaðall hentar fyrirtækjum af öllu tagi (t.d. verslunarfyrirtækjum, ríkisstofnunum og góðgerðarsamtökum). Í þessum alþjóðastaðli eru skilgreindar kröfur við að koma upp, innleiða, starfrækja, vakta, rýna, viðhalda og bæta skjalfest upplýsingaöryggisstjórnkerfi að því er varðar heildar rekstraráhættu fyrirtækisins. Í staðlinum eru tilgreindar kröfur um innleiðingu á öryggisstýringum, sérsniðnum að þörfum einstakra fyrirtækja eða hluta þeirra. Upplýsingaöryggisstjórnkerfið er hannað til þess að tryggja val á nægilegum og hæfilegum öryggisstýringum sem vernda upplýsingaeignir og njóta trausts hjá hagsmunaaðilum. ATHUGASEMD 1: Í þessum alþjóðastaðli hefur orðið „rekstur“ víða merkingu og er notað um starfsemi sem er fyrirtækinu mikilvæg eða er grundvöllurinn fyrir tilvist þess. ATHUGASEMD 2: Í ÍST ISO/IEC 17799 er veitt innleiðingarleiðsögn sem nota má við hönnun stýringa.
Verð: 15.759 kr.
Menu
Top