Þessi alþjóðastaðall veitir leiðbeiningar og almennar meginreglur um upphaf, innleiðingu, viðhald og bætingu stjórnunar upplýsingaöryggis í fyrirtæki. Markmiðin sem lýst er í þessum alþjóðastaðli veita almenna leiðsögn um þau markmið upplýsingaöryggisstjórnunar sem almenn sátt er um.Stýringarmarkmiðum og stýringum í þessum alþjóðastaðli er ætlað að vera innleidd til þess að verða við þeim kröfum sem áhættumat leiðir í ljós. Þessi alþjóðastaðall getur þjónað sem hentugur leiðarvísir við að þróa öryggisstaðla fyrirtækja og skilvirkar starfsvenjur við öryggisstjórnun og til að skapa traust í samskiptum milli fyrirtækja.