Þessi alþjóðastaðall veitir leiðbeiningar um upplýsingaöryggisstaðla skipulagsheilda og starfsvenjur í stjórnun upplýsingaöryggis, þ.m.t. val, innleiðingu og stjórnun stýringa, og tekur mið af upplýsingaöryggisáhættuumhverfi skipulagsheildarinnar. Þessi alþjóðastaðall er hannaður til notkunar af skipulagsheildum sem ætla að: a) velja stýringar í innleiðingarferli á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi sem byggt er á ÍST EN ISO/IEC 27001; b) innleiða almennt viðurkenndar upplýsingaöryggisstýringar; c) þróa eigin leiðbeiningar um upplýsingaöryggisstjórnun.