Danski staðallinn DS 418, Beregning af bygningers varmetab, gildir, að viðbættum eftirfarandi sérákvæðum sem þykja nauðsynleg til að aðlaga staðalinn íslenskum aðstæðum. Greinanúmer vísa beint í DS 418. Sérstakur íslenskur viðauki, viðauki O, er eiginlegur hluti staðalsins. Að auki gilda eftirfarandi lög og reglugerðir: - Lög um mannvirki nr. 160/2010 með áorðnum breytingum - Byggingarreglugerð nr. 112/2012 með áorðnum breytingum Auk þess má taka mið af Rb-blöðum og Rb-sérritum sem varða einangrun húsa við íslenskar aðstæður.