Heilbrigðisstofnanir fá nýjan staðal til að efla gæði og sjúklingaöryggi

Kynning á ÍST ISO 7101:2023 – Gæðastjórnun á heilbrigðisstofnunum

Fimmtudaginn 23. október kl. 9–11 fer fram kynning á nýjum alþjóðlegum staðli um gæðastjórnun heilbrigðisstofnana á Hótel Reykjavík Natura.

 

Kynning á staðlinum og innleiðingu hans

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynnir stöðu sjúklingaöryggis í heiminum, inntak staðalsins og þann ávinning sem felst í notkun hans auk þess að fjalla um innleiðingu hans, vottun og áskoranir sem kunna að felast í slíku verkefni.

Garðar Jónsson, gæðastjóri á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) fjallar um gæðastefnu HVE og áform um innleiðingu staðalsins í starfsemi stofnunarinnar.

 

Útgáfa og þýðing staðalsins

Staðallinn var gefinn út af ISO árið 2023 og kemur nú út í íslenskri þýðingu. Þýðingin var kostuð af Embætti landlæknis með fjármunum úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Bjarnasonar.

Frumkvæði að þýðingunni kom frá stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands:

  • Garðari Jónssyni, gæðastjóra
  • Huldu Gestsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar og
  • Sigurði E. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra lækninga

            sem auk

  • Önnu Maríu Káradóttur, lögfræðings í heilbrigðisráðuneytinu

lögðu fram vinnu og ráðgjöf við gerð íslensku útgáfunnar.

 

Staðall sem eflir gæði og öryggi

ÍST ISO 7101:2023 inniheldur leiðbeiningar um hvernig byggja má upp stjórnunarkerfi sem tryggir sjúklingaöryggi, öryggi starfsfólks og framúrskarandi þjónustugæði.
Hann byggir á þekkingu fremstu sérfræðinga og fagfólks, rannsóknum á sjúklingaöryggi og bestu alþjóðlegu viðmiðum.
Staðallinn stuðlar að heildrænni gæðamenningu og stöðugum umbótum innan heilbrigðiskerfisins.

Aðstoð við innleiðingu

Staðlaráð Íslands hefur tekið saman einfaldar leiðbeiningar sem styðja við árangursríka innleiðingu staðalsins. Þar má einnig finna samanburð á nýja staðlinum og almennum gæðastjórnunarkerfum, sem nýtist stjórnendum og gæðastjórum við mat á næstu skrefum.

Fundinum verður streymt og upptaka af honum gerð aðgengileg eftir fund.

Enn er hægt að skrá sig hér

Nánari upplýsingar:
Staðlaráð Íslands – www.stadlar.is
Helga Sigrún Harðardóttir - helga@stadlar.is, s. 8999961

Menu
Top