Að frumkvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) veitti Landlæknisembættið styrk til þýðingar á nýlegum staðli ISO 7101 um gæðastjórnun heilbrigðisstofanana. Yfirferð þýðingarinnar annaðist lítil tækninefnd sem í sátu fulltrúar HVE og heilbrigðisráðuneytisins auk Staðalráðs.
Í þessum staðli er leitast við að endurhugsa og tryggja öryggi sjúklinga og auka gæði heilbrigðisþjónustu. Staðallinn er strategískur rammi utan um sjálfbæra og framúrskarandi heilbrigðisþjónustu þar sem haft var að leiðarljósi að „öryggi er ekki græja heldur hugarástand“.
WHO hefur tekið saman upplýsingar sem varða öryggi sjúklinga þar sem um 10% verða fyrir einhvers konar skaða í meðferð og hægt sé að fyrirbyggja um helming þeirra. Þessar tölur eru talsvert hærri í fátækari ríkjum. Alvarlegum atvikum hefur fjölgað í heiminum en þau varða mistök við lyfjagjöf, sýkingar, greiningamistök, skurðaðgerðir við óviðunandi aðstæður, byltur, samskiptamistök, tæknitengd mistök og skort á hreinlæti svo eitthvað sé nefnt.
ÍST ISO 7101 er staðall sem miðar að því að byggð sé upp menning gæða, öryggis og stöðugra umbóta með kerfisbundinni nálgun á að greina, meta, stjórna og koma í veg fyrir áhættu sem getur haft áhrif á sjúklingaöryggi. Þannig verður áhættumat lykilþáttur í rekstri slíks kerfis sem bindur saman stjórnarhætti, framúrskarandi rekstur og sjúklingamiðaða nálgun. Þess má svo geta að einnig er hugað sérstaklega að aðbúnaði og öryggi starfsfólks.
Kynningarfundur um þennan nýja staðal og þýðingu hans verður haldinn af stýrihópnum sem hafði umsjón með þýðingunni á Beryaja Natura (gamla Loftleiðahótelinu) þann 23. október kl. 9-11. Áhugasamir vinsamlega skrái mætingu á fundinn hér. Fundinum verður jafnframt streymt og hann tekinn upp og hann gerður aðgengilegur að fundi loknum.