Nú þegar líður að jólum viljum við hjá Staðlaráði Íslands senda ykkur einlægar jóla- og nýjárskveðjur og þakka gott samstarf á árinu sem er að líða. Við metum traustið, samtalið og sameiginlega vinnu að skýrum ramma fyrir gæði, öryggi og sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi.
Vegna jólafrís verður þjónusta Staðlaráðs Íslands takmörkuð um hátíðirnar. Þó er ávallt hægt að senda okkur tölvupóst á stadlar@stadlar.is og verður erindum svarað eins fljótt og auðið er. Við óskum ykkur friðsælla jóla, góðra samverustunda og farsældar á nýju ári.
Með vinsemd og virðingu
Starfsfólk Staðlaráðs Íslands


