Þér er boðið á kynningarfund um nýja þýðingu á ÍST ISO 7101 Gæðastjórnunarkerfi heilbrigðisstofnana
Farið verður yfir innihald staðalsins, áherslur og virkni en sérstök áhersla er lögð á sjúklingaöryggi og öryggi og aðbúnað starfsfólks í þessum staðli. Þá verður einnig farið yfir muninn á ISO 7101 og ISO 9001.
Staðallinn hentar öllum sem reka heilbrigðisþjónustu, hvort sem um er að ræða stóra, litla, opinbera eða einkarekna aðila.
Framsögu hafa;
Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands og
Sigurður E. Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura, 23. október kl. 9-11 en verður auk þess streymt og upptaka af honum gerð aðgengileg að fundi loknum. Hlekkur á streymið verður gerður aðgengilegur skömmu fyrir fund og sendur skráðum þátttakendum.
Vinsamlega skráið þátttöku hér að neðan fyrir 3. október og ekki gleyma að merkja við ef þið ætlið að koma í hús svo við getum gert ráð fyrir fjölda í morgunkaffi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Fyrirspurnum má beina til Helgu Sigrúnar hjá Staðlaráði, helga@stadlar.is