Ákvæði staðalsins gilda um alla ráðgjöf vegna mannvirkja. Staðallinn gildir um samningssambandið milli verkkaupa og ráðgjafa. Staðall þessi er hluti af samningi verkkaupa og ráðgjafa. Eftirfarandi gögn eru almennt hluti samnings. Sé misræmi í gögnum skulu þau gilda í eftirfarandi röð sé annað ekki tekið fram: 1) Undirritaður samningur. 2) Staðfestar bókanir á fundum aðila í aðdraganda samningsgerðar. 3) Tilboð ráðgjafa. 4) Útboðs- eða verkefnislýsing. 5) Staðall þessi. Telji verkkaupi eða ráðgjafi að ákvæði í ofangreindum gögnum stangist á, ber honum að tilkynna það gagnaðila sínum án tafar.