Í þessum alþjóðastaðli er lýst grunnatriðum gæðastjórnunarkerfa, sem eru viðfangsefni ISO 9000 staðlaraðarinnar, og hugtökin sem þeim tengjast skilgreind.Þessi alþjóðastaðall gildir um eftirfarandi:a) fyrirtæki sem leitast við að ná forskoti með því að innleiða gæðastjórnunarkerfi;b) fyrirtæki sem leitar fullvissu frá birgjum um að vörur uppfylli kröfur;c) notendur vörunnar;d) þá sem hafa hag af gagnkvæmum skilningi á þeim orðaforða sem notaður er við gæðastjórnun (t.d.birgjar, viðskiptavinir, stjórnvöld);e) þá aðila innan og utan fyrirtækisins sem leggja mat á gæðastjórnunarkerfið eða gera úttekt á því hvort það samræmist kröfum ISO 9001 (þ.e. úttektarmenn, stjórnvöld, vottunar-/skráningaraðilar);f) þá aðila innan og utan fyrirtækis sem veita ráðgjöf eða þjálfun um gæðastjórnunarkerfið sem hæfir viðkomandi fyrirtæki;g) þá sem þróa tengda staðla.