Gildir samhliða nýrri útgáfu (ÍST EN 50522:2022) vegna reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. (Tók við af ÍST 170:2005, sjá einnig ÍST EN 61936-1:2010) Þessi evrópski staðall tilgreinir kröfur um hönnun og byggingu jarðtengikerfa raforkuvirkja, í kerfum með riðspennu að nafngildi yfir 1 kV og máltíðni allt að 60 Hz, svo að öryggi þeirra sé tryggt og þau gegni truflunarlaust hlutverki sínu við tilætlaða notkun. Raforkuvirki, samkvæmt þessum staðli, er eitt af eftirtöldu: a) Stöð, aðveitustöð, dreifistöð, tengivirki (þar með talið tengivirki fyrir aflgjafa járnbrautar). b) Raforkuvirki á möstrum, staurum og turnum. Rofbúnaður og/eða spennubreytir sem staðsettur er fyrir utan lokað virkjasvæði. c) Aflstöð, orkuver, rafstöð (ein eða fleiri) á sama, takmarkaða svæðinu. Í virkinu eru rafalar og spennubreytar ásamt öllum tengivirkjum, sem fylgja, og öllum rafmagnshjálparkerfum. Tengingar við aflstöðvar á öðrum svæðum eru undanskildar. d) Rafmagnskerfi í verksmiðju, iðjuveri eða á öðru iðna