Tækniforskrift fyrir rafrænan reikning er gefin út af Staðlaráði Íslands.Tækniforskrift þessi byggir á [OpenPeppol] skilgreiningu á rafrænum reikning [PEPPOL BIS Billing 3.0] sem er afmörkuð innleiðing á Evrópustaðli fyrir rafrænan reikning ÍST EN 16931 sem gefinn er út af Evrópsku Staðlasamtökunum CEN og Staðlaráð Íslands er aðili að.Tækniforskriftin lýsir uppbyggingu rafræns reiknings eins og íslensk lög og viðskiptahefðir mæla fyrir um og afmarkast við skilgreiningar í [BIS3 Billing] þannig að sé túlkun óljós eða stangast á þá gilda þær skilgreiningar.Tækniforskriftin er ætluð þeim sem vinna við innleiðingu rafrænna reikninga hjá fyrirtækjum sem gefa út slíka reikninga og/eða taka við þeim. Tækniforskriftin gerir ráð fyrir að lesandinn hafi almenna þekkingu á forritun og notkun XML skjala (e.Extensible Markup Language) og grunnþekkingu á UBL skeytastaðlinum.Markmiðið með útgáfu tækniforskriftarinnar er að styðja við innleiðingu rafrænna reikninga hjá litlum jafnt sem stórum