ÍST TS 236:2021

Staða:

Gildistaka - 15.11.2021

Íslenskt heiti:

Rafrænt reikningaferli - Innleiðing á PEPPOL BIS Billing 3.0 og EN 16931

Enskt heiti:

Electronic Billing for Iceland

Tækninefnd:

ÍST/FUT

ICS flokkur:

35.240, 3.100

Auglýst:

4.11.2021

Umfang (scope):

Tækniforskrift fyrir rafrænan reikning er gefin út af Staðlaráði Íslands. Tækniforskrift þessi byggir á [Peppol] skilgreiningu á rafrænum reikning [PEPPOL BIS Billing 3.0] sem er afmörkuð innleiðing (CIUS) á Evrópustaðli fyrir rafrænan reikning ÍST EN 16931 sem gefinn er út af Evrópsku Staðlasamtökunum CEN sem Staðlaráð Íslands er aðili að. Tækniforskriftin lýsir uppbyggingu rafræns reiknings eins og íslensk lög og viðskiptahefðir mæla fyrir um og afmarkast við skilgreiningar í [BIS3 Billing] þannig að sé túlkun óljós eða stangast á þá gilda þær skilgreiningar. Tækniforskriftin er ætluð þeim sem vinna við innleiðingu rafrænna reikninga hjá fyrirtækjum sem gefa út slíka reikninga og/eða taka við þeim. Tækniforskriftin gerir ráð fyrir að lesandinn hafi almenna þekkingu á forritun og notkun XML skjala (e. Extensible Markup Language) og grunnþekkingu á UBL skeytastaðlinum. Markmiðið með útgáfu tækniforskriftarinnar er að styðja við innleiðingu rafrænna reikninga hjá litlum jafnt sem stórum fyrirtækjum og stofnunum með íslenskri skilgreiningu sem uppfyllir Evrópustaðal fyrir rafrænan reikning (EN 16931). Stuðningur opinberra aðila við þessa tækniforskrift felur í sér að þeir uppfylla skilyrði tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2014/55, sem innleidd hefur verið á Íslandi með reglugerð 44/2019 um rafræna reikninga vegna opinberra samninga.. Við útgáfu og úrvinnslu rafrænna reikninga skal farið eftir viðeigandi lögum og reglugerðum og taka fram yfir það sem skilgreint er í þessari tækniforskrift. Helstu lög og reglugerðir sem gilda um rafræna reikninga almennt eru eftirfarandi: Lög um bókhald nr. 145/1994. Lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Reglugerð um rafræna reikninga, rafrænt bókhald, skeytamiðlun, skeytaþjónustu, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna reikninga- og bókhaldskerfa nr. 505/2013. Reglugerð um rafræna reikninga vegna opinberra samninga nr 44/2019. Rafrænn reikningur eins og skilgreindur er í þessari tækniforskrift gefur kost á að uppfylla ofangreind lög en þær prófunarreglur sem fylgja staðlinum tryggja það ekki sjálfkrafa og er útgefandi því ábyrgur fyrir að uppfylla viðeigandi lagalegar kröfur. Í tilvikum þar sem önnur lög eiga við, þar sem settar eru fram frekari kröfur er varðar útgáfu og meðferð rafrænna reikninga, getur verið að þessi tækniforskrift gefi ekki kost á að uppfylla þær lagakröfur. Í þeim tilvikum er þó mögulegt að útfæra frávik samanber skilgreiningar í vrópskum staðli um rafræna reikninga.
Verð 2.480 kr.
Skráðu þig inn til þess að skoða sýnishorn
Skráðu þig inn til þess að vakta þennan staðal
Skráðu þig inn til þess að kaupa þennan staðal
Mynd sem fylgir TS 236:2018

TS 236:2018

Tækniforskrift fyrir rafrænan reikning er gefin út af Staðlaráði Íslands. Tækniforskrift þessi byggir á [OpenPeppol] skilgreiningu á rafrænum reikning [PEPPOL BIS Billing 3.0] sem er afmörkuð innleiðing á Evrópustaðli fyrir rafrænan reikning ÍST EN 16931 sem gefinn er út af Evrópsku Staðlasamtökunum CEN og Staðlaráð Íslands er aðili að. Tækniforskriftin lýsir uppbyggingu rafræns reiknings eins og íslensk lög og viðskiptahefðir mæla fyrir um og afmarkast við skilgreiningar í [BIS3 Billing] þannig að sé túlkun óljós eða stangast á þá gilda þær skilgreiningar. Tækniforskriftin er ætluð þeim sem vinna við innleiðingu rafrænna reikninga hjá fyrirtækjum sem gefa út slíka reikninga og/eða taka við þeim. Tækniforskriftin gerir ráð fyrir að lesandinn hafi almenna þekkingu á forritun og notkun XML skjala (e.Extensible Markup Language) og grunnþekkingu á UBL skeytastaðlinum. Markmiðið með útgáfu tækniforskriftarinnar er að styðja við innleiðingu rafrænna reikninga hjá litlum jafnt sem stórum
Verð: 2.480 kr.
Menu
Top