ÍST 45:2016

Staða:

Gildistaka - 1.5.2016

Íslenskt heiti:

Hljóðvist - Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Enskt heiti:

Acoustic conditions in buildings - Sound classification of various types of buildings

Tækninefnd:

ÍST/BSTR

ICS flokkur:

17.140, 91.120

Auglýst:

1.5.2016

Umfang (scope):

Í staðli þessum eru tilgreind viðmiðunargildi (hámarkseða lágmarksgildi) fyrir hljóðflokka í formi – lofthljóðeinangrunar, – högghljóðeinangrunar, – ómtíma (eða hljóðísogs), – hljóðstigs. Viðmiðunargildi í staðlinum eru tilgreind fyrir íbúðarhúsnæði, skóla, frístundaheimili og aðrar kennslubyggingar, sjúkrahús og hjúkrunarstofnanir, gististaði, skrifstofur o.s.frv. Viðmiðunargildunum er skipt niður í fjóra hljóðflokka fyrir hverja gerð byggingar eða hvert notendasvæði, allt eftir því til hvers á að nota rými og hverjar byggingarkröfurnar eru. Uppfylla verður öll viðmið fyrir hljóðvist, eins og þau gilda um hvern flokk fyrir sig, svo hægt sé að flokka byggingu eða hluta af byggingu í hljóðflokk. Í viðauka A (til upplýsingar) eru gefnar leiðbeiningar um mat á samræmi. Nota má staðalinn til þess að flokka byggingar eða hluta af byggingum á grundvelli hljóðvistar í byggingunni, til að gera meiri kröfur til hljóðvistar en lágmarkskröfur í tæknilýsingum segja til um fyrir byggingar í heild eða að hluta og til að setja hljóðkröfur við endurnýjun. Hann gefur hlutaðeigandi aðilum færi á að skilgreina hljóðflokka fyrir byggingar og leiðbeinir um hvernig uppfylla eigi hljóðkröfur. Staðallinn gefur einnig kost á að setja fram stöðluð viðmiðunargildi fyrir hljóðvist í byggingum. Við gerð staðalsins var leitast við að viðmiðunargildi hljóðflokks C væru sambærileg og viðmiðunargildi núgildandi reglugerða. Ekki eru gefnir upp flokkar fyrir hljóðeinangrun á milli vinnurýma í iðnaði, handiðnum, verslun o.þ.h. Viðmið um hljóðeinangrun í þannig vinnurýmum eru skilgreind eftir eðli starfseminnar og hafa ekki verið tekin með í þessum staðli. Einungis eru tilgreind viðmiðunargildi fyrir ómtíma og hljóðísog í þannig vinnurýmum. Sjá kafla 11. Flokkarnir í staðlinum byggjast á mælingaaðferðum í samræmi við staðla eins og tilgreint er í 2., 3. og 4. kafla. Viðmiðunargildi hljóðflokka varða mælingar á staðnum. Í kafla 2 Tilvísanir er að finna tilvísanir til viðeigandi staðla. Skilgreindir flokkar hljóðstigs gilda bæði um hljóðstig innanhúss (frá tæknibúnaði og ytri hljóðgjöfum) og hljóðstig á útisvæðum (frá tæknibúnaði og/eða öðrum hljóðgjöfum utanhúss). Hvorki einstakir hljóðgjafar né samanlagt hljóðstig frá fleiri en einum hljóðgjafa mega fara yfir viðmiðunargildi hljóðstigs. Viðmiðunargildi fyrir hljóðstig í flokkum A og B fyrir íbúðarhúsnæði gilda einnig um notkun annars tæknibúnaðar á sömu notendasvæðum eða í sömu notaeiningu.
Verð 23.629 kr.
Skráðu þig inn til þess að skoða sýnishorn
Skráðu þig inn til þess að vakta þennan staðal
Skráðu þig inn til þess að kaupa þennan staðal
Mynd sem fylgir ÍST 45:2011

ÍST 45:2011

Í staðli þessum eru tilgreind viðmiðunargildi (hámarkseða lágmarksgildi) fyrir hljóðflokka í formi – lofthljóðeinangrunar, – högghljóðeinangrunar, – ómtíma (eða hljóðísogs), – hljóðstigs. Viðmiðunargildi í staðlinum eru tilgreind fyrir íbúðarhúsnæði, skóla, frístundaheimili og aðrar kennslubyggingar, sjúkrahús og hjúkrunarstofnanir, gististaði, skrifstofur o.s.frv. Viðmiðunargildunum er skipt niður í fjóra hljóðflokka fyrir hverja gerð byggingar eða hvert notendasvæði, allt eftir því til hvers á að nota rými og hverjar byggingarkröfurnar eru. Uppfylla verður öll viðmið fyrir hljóðvist, eins og þau gilda um hvern flokk fyrir sig, svo hægt sé að flokka byggingu eða hluta af byggingu í hljóðflokk. Í viðauka A (til upplýsingar) eru gefnar leiðbeiningar um mat á samræmi. Nota má staðalinn til þess að flokka byggingar eða hluta af byggingum á grundvelli hljóðvistar í byggingunni, til að gera meiri kröfur til hljóðvistar en lágmarkskröfur í tæknilýsingum segja til um fyrir byggingar í heild e
Verð: 11.515 kr.
Menu
Top