Haustfundur Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum 2025

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum heldur haustfund sinn á Teams föstudaginn 5. desember klukkan 11:00 - 12:00. Fundurinn er reglulegur samráðsvettvangur fulltrúa ráðsins þar sem farið verður yfir stöðu verkefna og helstu málefni sem tengjast staðlastarfi á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Á fundinum mun Haukur Logi Jóhannsson fara yfir starfsemi ráðsins á árinu og þau verkefni sem eru í gangi eða framundan á næstu mánuðum.

Tvö erindi verða flutt:

  • ÍST 95 – Sjálfbær skógrækt

Úlfur Óskarsson frá Land og skógi kynnir staðalinn ÍST 95 og fer yfir helstu efnisatriði hans og tilgang.

  • ISO/TC 207 – SC 7 og endurskoðun ÍST EN ISO 14064

Ívar Kristinn Jasonarson fer yfir þátttöku sína í fundum ISO/TC 207 – SC 7 í Kanada, þar sem unnið er að endurskoðun loftslagsstaðlanna í ISO 14064-röðinni. Hann mun einnig miðla þeim áherslum og þróunarmálum sem þar voru til umfjöllunar.

Að loknum erindum verður opið fyrir umræður og færi á að koma á framfæri sjónarmiðum og spurningum.

Fundurinn er opinn öllum fulltrúum í ráðinu og öðrum gestum og hvetjum við þátttakendur til að mæta og taka virkan þátt.

Skráning á fundinn

Menu
Top