Morgunfundur með Grænni Byggð: Staðlar í byggðu umhverfi

Grænni Byggð og Staðlaráð Íslands hafa sameinað krafta sína til að efla sjálfbæran byggingariðnað - þar sem staðlar gegna lykilhlutverki.

Ef þú vilt vita meira um:

    - mikilvægi staðla í sjálfbærum mannvirkjaiðnaði
    - núverandi staðla og staðla sem eru væntanlegir

…og fá að heyra um væntanlega spegilnefnd við evrópsku tækninefndina TC350, vertu þá með á morgunfundi miðvikudaginn 26. Nóvember kl. 9:00-10:00 á Zoom.

Tækninefndin TC350 fjallar um staðla, tengda sjálfbærni í byggingariðnaðinum, með undirnefndina hringrásarhagkerfið og vinnuhópa sem vinna með uppgerð bygginga, framkvæmdir, stafræna umbreytingu o.fl. Spegilnefndin mun fylgjast með þróun nýrra staðla og hefur möguleika á að hafa áhrif á gerð þeirra, auk þess sem hún fær fyrstu fréttir úr staðlaheiminum.

Á fundinum mun Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands færa okkur nær ofangreindum efnum og svara spurningum ykkar í lokin. Fundarstjóri verður Bergþóra Góa Kvaran.

Skráning er nauðsynleg og fer fram hér

Menu
Top