Byggingarstaðlaráð í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands boðar til haustfundar fimmtudaginn, 27. nóvember 2025 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12:00 – 13:00. Fundurinn er öllum opinn og honum verður einnig streymt. Hægt verður að nálgast upptöku eftir fundinn.
Sundabraut - Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri Sundabrautar mun kynna stöðuna á Sundarbraut, nýjum stofnvegi frá Sæbraut að Kjalarnesi. Vinna við frumdrög stendur nú yfir, auk þess sem unnið er að umhverfismati valkosta, til að tryggja að Sundabraut verði byggð með lágmarks áhrifum á umhverfi og náttúru og að allir valkostir séu metnir bæði með tilliti til umferðar, öryggis og sjálfbærni.
Vaðölduver - Sigurgeir Björn Geirsson verkefnastjóri Vaðölduvers mun kynna verkefnið en Vaðölduver er fyrsta vindorkuver landsins. Þar verða 28 vindmyllur á 17 ferkílómetra svæði. Fyrsta undirstaðan var steypt fyrr á þessu ári. Síðan hefur strenglögn hafist; alls verða lagðir um 80 km af strengjum. Brúargerð yfir Helliskvísl vegna fyrirhugaðra flutninga á vindmyllum er einnig hluti af framkvæmdinni, svo ýmsu er að huga að við uppbyggingu vindorkuversins.
Spurningar og umræður