Haustfundur Rafstaðlaráðs 2025

Haldinn var Haustfundur Rafstaðlaráðs 2025 sem samlokufundur hjá VFÍ og á Teams. Fundarefnið auk kynningar á starfi Rafstaðlaráðs var Gervigreind og staðlastarf sem Guðmundur Valsson ritari RST flutti ásamt erindinu Jarðskaut og eldingarvarar – staðlar í flutningi Gunnars Sigvaldasonar sérfræðing hjá Lotu og stjórnarmanns Rafstaðlaráðs.

Erindin voru mjög ólík en ekki annað að merkja en að fundarmenn sem voru 29 og allir á Teams líkuðu erindin. En það vekur upp spurningar hvort eigi að flytja fundinn alfarið á Teams, allavega var nóg af samlokum fyrir fyrirlesara og stjórnarmenn Rafstaðlaráðs.

Í erindi Gunnars, sem má nálgast hér, kom hann inn á notkun staðla við hönnun jarðskauta og eldingarvara. Sýndi dæmi um tjón vegna ónógra eldingarvarna og kynnti áhættumat sem framkvæma ætti í ríkara mæli við hönnun mannvirkja. En á grundvelli þess er ákveðið hvort og þá með hvaða hætti ætti að ráðast í eldingarvarnir.

Í erindi Guðmundar, sem má nálgast hér, kom fram að hjá Staðlaráði sé aktív leit að kerfum til að veita gervigreindaraðgang að stöðlum og staðlasöfnum. Einnig að stofnuð hafi verið spegilnefnd SN-21 til að fylgja evrópsku stöðlunarstarfi vegna evrópsku gervigreindarlaganna AI Act.

Menu
Top