Bresku staðlasamtökin BSI Group gáfu í morgun út nýjar leiðbeiningar um forvarnir gegn sjálfvígum sem m.a. er ætlaður vinnuveitendum, til að auðvelda þeim að bregðast við með réttum hætti þegar starfsmenn glíma við alvarlegar áskoranir og þurfa stuðning. Leiðbeiningunum er ætlað að bregðast við fordómum og skömm sem fylgir sjálfsvígum, m.a. því að fordómar kunna að koma í veg fyrir að vinnuveitendur bregðist við hættu sem kann að hafa skapast hjá starfsmanni. Orðnotkun skiptir máli í þessu samhengi og rætt er um hana auk þess sem leiðbeiningarnar innihalda greiningar á algengum mýtum um sjálfsvíg, skilgreiningar á hugtökum, hagnýtar leiðbeiningar um um hættumerki sem unnt er að greina og viðbrögð eftir að hætta er greind.
Stuðningsríkt vinnuumhverfi er lykilatriði, skilningur og stefna í málaflokknum auk innleiðingar og eftirfylgdar. Þá inniheldur staðallinn einnig leiðbeiningar um hvernig unnt er að styðja við þá sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi.
Staðalinn má nálgast hjá bresku staðlasamtökunum BSI Group hér.