Ný krafa um lífsferilsgreiningu fyrir nýbyggingar – tímamót í sjálfbærni mannvirkja

Frá og með 1. september 2025 er skylt að skila inn lífsferilsgreiningu (LCA) við umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingar í umfangsflokkum 2 og 3. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærari mannvirkjagerð og lykilþáttur í að ná markmiðum verkefnisins Byggjum Grænni Framtíð, sem miðar að 43% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.

Hvað er lífsferilsgreining?
Lífsferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif bygginga yfir allt lífsskeið þeirra – frá hráefnisöflun og bygginga til reksturs, niðurrifs og úrgangsmeðhöndlunar. Með henni verða áhrif sýnileg og samanburðarhæf, sem skapar grundvöll fyrir innleiðingu losunarviðmiða og upplýstari ákvarðanna.

EN 15978 – staðallinn sem styður greininguna
Staðallinn EN 15978 er lykilverkfæri í lífsferilsgreiningu bygginga. Hann skilgreinir hvernig á að framkvæma greininguna, hvaða gögn þarf að nota og hvernig niðurstöður skulu settar fram. Með því að nota staðalinn tryggist samræmi í útreikningum og skýrleiki í niðurstöðum – ómissandi fyrir stefnumótun og samanburð.

Innleiðing í skrefum
Til að styðja fagaðila við að tileinka sér aðferðafræðina er innleiðingin stigvaxandi. Í fyrstu er aðeins krafist skila á LCA við byggingarleyfisumsókn, en síðar verður einnig krafist skil við lokaúttekt. Þessi nálgun er í takt við norræna stefnu þar sem áhersla er lögð á gæði gagna á hönnunarstigi.

Skilagátt og stuðningur
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur sett upp sérstaka skilagátt fyrir LCA þar sem niðurstöður eru skráðar og fylgigögn afhent. Þar má einnig finna íslensk meðaltalsgildi, leiðbeiningar og ráð sem styðja fagaðila í útreikningum og hönnunarvinnu.

Hvað skiptir máli?

  • Krafa um LCA við byggingarleyfi tók gildi 1. september 2025.
  • EN 15978 staðallinn tryggir samræmi og gæði í greiningunni.
  • LCA gerir umhverfisáhrif bygginga sýnileg og samanburðarhæf.
  • Skilagátt HMS veitir stuðning og verkfæri fyrir fagaðila.

Innleiðing LCA er ekki aðeins tæknileg breyting – hún er grundvallarbreyting í átt að ábyrgari og sjálfbærari mannvirkjagerð.

Menu
Top