Í byrjun október mun ISO samfélagið koma saman á ISO Annual Meeting 2025, sem í ár fer fram í Kigali, Rúanda, og jafnframt á netinu. Þetta er stærsti árlegi viðburður ISO og vettvangur þar sem meðlimir og hagsmunaaðilar frá öllum heimshornum hittast til að deila reynslu, ræða nýjustu áherslur og stilla saman strengi í alþjóðlegu staðlastarfi.
Fundurinn er einstakt tækifæri til að heyra af fyrstu hendi um stefnumótandi forgangsverkefni og nýjar áherslur, skiptast á sjónarmiðum við kollega víðs vegar að, og efla tengslin sem halda ISO samfélaginu saman sem einu alþjóðlegu kerfi.
Á dagskrá fundarins eru opnir umræðufundir, hringborðsumræður og málstofur þar sem stórmál samtímans verða tekin til skoðunar. Þar á meðal eru:
ISO Aðalfundurinn er ekki einungis innri viðburður fyrir aðildarsamtök heldur einnig vettvangur sem hagsmunaaðilar og samstarfsaðilar Staðlaráðs geta tekið þátt í. Fjöldi opinna rafrænna viðburða verður í boði á fundinum, þar sem tekin verða fyrir málefni sem varða viðskipti, stjórnvöld og samfélag í heild.
Við hvetjum þá sem starfa með Staðlaráði Íslands – hvort sem er í tækninefndum, í atvinnulífinu eða hjá opinberum stofnunum – til að nýta sér þetta tækifæri og fylgjast með þróuninni á heimsvísu.
Á meðal viðburða sem hægt er að skrá sig á eru:
Nánari upplýsingar um viðburðina verða kynnt á næstu dögum og vikum og hvetjum við alla áhugasama um að fylgja okkur á Facebook síðu Staðlaráðs eða Linkedin síðu Staðlaráðs fyrir frekari upplýsingar.