ISO Aðalfundur 2025 – Staðlar í brennidepli í Kigali

Í byrjun október mun ISO samfélagið koma saman á ISO Annual Meeting 2025, sem í ár fer fram í Kigali, Rúanda, og jafnframt á netinu. Þetta er stærsti árlegi viðburður ISO og vettvangur þar sem meðlimir og hagsmunaaðilar frá öllum heimshornum hittast til að deila reynslu, ræða nýjustu áherslur og stilla saman strengi í alþjóðlegu staðlastarfi.

Fundurinn er einstakt tækifæri til að heyra af fyrstu hendi um stefnumótandi forgangsverkefni og nýjar áherslur, skiptast á sjónarmiðum við kollega víðs vegar að, og efla tengslin sem halda ISO samfélaginu saman sem einu alþjóðlegu kerfi.

Fjölbreytt dagskrá

Á dagskrá fundarins eru opnir umræðufundir, hringborðsumræður og málstofur þar sem stórmál samtímans verða tekin til skoðunar. Þar á meðal eru:

  • Frá áhættu til aðgerða: hvers vegna líffræðileg fjölbreytni skiptir máli fyrir fyrirtæki,
  • Framtíð með gervigreind: vöxtur, ábyrgð og leiðin fram á við,
  • Viðskipti í verki: hliðin að alþjóðlegum mörkuðum,
  • Áhrif í framkvæmd: að umbreyta þörfum í tækifæri,
  • Ræktun breytinga: unga fólkið, tæknin og framtíð landbúnaðar,
  • og að lokum loka­málstofa þar sem dregið verður saman helstu lærdóma og framhaldsáherslur.

Opnir viðburðir fyrir hagsmunaaðila

ISO Aðalfundurinn er ekki einungis innri viðburður fyrir aðildarsamtök heldur einnig vettvangur sem hagsmunaaðilar og samstarfsaðilar Staðlaráðs geta tekið þátt í. Fjöldi opinna rafrænna viðburða verður í boði á fundinum, þar sem tekin verða fyrir málefni sem varða viðskipti, stjórnvöld og samfélag í heild.

Við hvetjum þá sem starfa með Staðlaráði Íslands – hvort sem er í tækninefndum, í atvinnulífinu eða hjá opinberum stofnunum – til að nýta sér þetta tækifæri og fylgjast með þróuninni á heimsvísu.

Á meðal viðburða sem hægt er að skrá sig á eru:

Nánari upplýsingar um viðburðina verða kynnt á næstu dögum og vikum og hvetjum við alla áhugasama um að fylgja okkur á Facebook síðu Staðlaráðs eða Linkedin síðu Staðlaráðs fyrir frekari upplýsingar. 

 

Menu
Top