Stjórnunarkerfisstaðlar bæta árangur, auka samkeppnishæfni og leiða til betri ímyndar

Þjóðarspegill Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um ávinning af notkun stjórnunarkerfisstofaðanna ISO 9001 (Almenn gæðastjórnun), ISO 14001 (Umhverfisstjórnun) og ISO 27001 (Stjórnun upplýsingaöryggis) föstudaginn 1. nóvember n.k. kl. 15:00-16:45,

Þar fer Elín Huld Hartmannsdóttir yfir niðurstöður rannsóknar sinnar á ávinningi af ofangreindum stjornunarkerfisstöðlum en rannsóknina gerði hún undir leiðsögn Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, prófessors við félagsvísindasvið HÍ.

Rannsókn Elínar Huldar leiddi í ljós að ávinningur af notkun vottaðra stjórnunarkerfa eykst eftir því sem kerfin eru notuð lengur og að notkun staðlanna eykur samkeppnishæfni, leitt til betri ímyndar skipulagsheildarinnar og breytt vinnulagi til batnaðar. 

Hér má finna lýsingu á viðburðinum

Við hvetjum áhugafólk um betri heim og minna fúsk að kynna sér þessa merkilegu rannsókn. 

Þjóðarspegillinn er ráðstefna Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands en þar er um að ræða vettvang fyrir samtal félagsvísinda við samfélagið. Með honum ræðst sviðið í umfangsmeiri miðlun og kynningu á rannsóknum félagsvísinda. 

Menu
Top