ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnun - Skref fyrir skref

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

ÍST EN ISO 14001 er alþjóðlega viðurkenndur staðall sem veitir ramma utan um umhverfisstjórnunarkerfi. Staðallinn hjálpar skipulagsheildum við að lágmarka umhverfisáhrif sín og uppfylla lög og reglur á sviði umhverfismála. Staðallinn var fyrst gefinn út árið 1996 en hefur síðan verið uppfærður nokkrum sinnum. ÍST EN ISO 14001 er byggður á aðgerðahring sem nefnist PDCA, plan (skipuleggja), do (gera), check (gáta) og act (aðhafast). Staðallinn krefur skipulagsheildir um að setja sér umhverfisstefnu, greina umhverfisþætti og -áhrif, setja sér umhverfismarkmið, innleiða eftirlit með rekstri, fylgjast með og mæla frammistöðu sína og gera stöðugar umbætur á umhverfisstjórnunarkerfinu.

Afhverju er ÍST EN ISO 14001 mikilvægur staðall?

ÍST EN ISO 14001 er mikilvægur því hann hjálpar skipulagsheildum að lágmarka umhverfisáhrif sín, efla umhverfisárangur og að uppfylla lög og reglur tengd umhverfismálum. Með því að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi í rekstri skipulagsheilda geta þau greint og stýrt umhverfisáhættu, lágmarkað auðlindanotkun og sóun og eflt á allan hátt umhverfisárangur sinn. Að uppfylla lög og reglugerðir tengd umhverfismálum er mikilvægur þáttur er varðar ÍST EN ISO 14001 þar sem skipulagsheildir þurfa oft að undirgangast gildandi lög og reglugerðir til að afla vottunar. Að auki getur beiting staðalsins bætt orðspor skipulagsheilda meðal viðskiptavina, fjárfesta og annarra hagaðila með því að sýna fram á vilja fyrir sjálfbærni í rekstri.

Hvernig á að innleiða ÍST EN ISO 14001?

  • Til innleiðingar á ÍST EN ISO 14001 er mikilvægt að skilja hvað felst í kröfum staðalsins

Það felur í sér að kynna sér vel staðalinn og kröfurnar ásamt því að bera kennsl á frekari kröfur sem geta átt við skipulagsheildina.

  • Setja umhverfisstefnu og markmið

Sem skilgreinir þá skuldbindingu sem skipulagsheildin er að undirgangast varðandi umhverfisstjórnun ásamt því ganga úr skugga um að umhverfismarkmið séu í samræmi við stefnuna.

  • Setja á umhverfisstjórnunarkerfi sem tekur á umhverfisáhættu og greinir tækifæri

Það felur í sér að greina umhverfisþætti og áhrif ásamt því að innleiða eftirlit með rekstri til að lágmarka umhverfisáhrif og koma á ferlum til að fylgjast með og mæla umhverfisframmistöðu.

  • Þjálfa starfsfólk í notkun umhverfisstjórnunarkerfis

Tryggja að starfsfólkið skilji hlutverk sitt og ábyrgð innan umhverfisstjórnunarkerfisins og hafi hlotið þjálfun á innleiðingu ferla og eftirlits sem komið er á fót.

  • Eftirlit og mælingar á umhverfisárangri

Þetta felur í sér að koma á fót ferlum sem hafa eftirlit með og mæla umhverfisárangurinn og framvindu umhverfismarkmiða.

  • Eftirlit og stöðugar umbætur á umhverfisstjórnunarkerfinu

Það felur í sér reglubundna endurskoðun á umhverfisstjórnunarkerfinu og að greina tækifæri fyrir umbætur og gera viðeignandi breytingar sem auka á umhverfisárangur.

Hvernig fær skipulagsheild ÍST EN ISO 14001 vottun?

Til að fá vottun á samkvæmt ÍST EN ISO 14001 á umhverfisstjórnunarkerfi skipulagsheildar þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

  • Koma á umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur staðalsins

Það felur í sér að greina umhverfisþætti og -áhrif, setja sér umhverfismarkmið og innleiða eftirlit með rekstri til að lágmarka umhverfisáhrif.

  • Innleiðing á umhverfisstjórnunarkerfi í rekstri og ganga úrskugga um að það virki rétt

Það felur í sér að þjálfa starfsfólk á notkun kerfisins, meta umhverfisárangur, endurskoðun og umbætur eftir þörfum.

  • Leita til faggilds og óháðs vottunaraðila til að votta umhverfisstjórnunarkerfið

Úttektaraðilinn mun framkvæma úttekt, meta umhverfisstjórnunarkerfið og greina hvort það séu einhver frávik.

  • Tekið á frávikum sem koma upp meðan úttekt er í gangi

Sýna fram á að þú hafir gert viðeigandi breytingar til lagfæringar á þeim frávikum.

  • ÍST EN ISO 14001 vottun

Ef umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækis uppfyllir allar kröfur staðalsins og tekið hefur verið á öllum frávikum sem komið hafa upp við úttekt mun vottun ganga í gegn.

Ávinningurinn er ótvíræður

Flestir bera virðingu fyrir umhverfi og náttúru en góð leið til að sýna fram á ábyrgð í umhverfismálum er með innleiðingu ÍST EN ISO 14001. Ávinningurinn af því að innleiða virkt umhverfisstjórnunarkerfi er einnig ótvíræður og hefur jákvæð áhrif á efnahag og starfsskilyrði skipulagsheilda. Af því töldu er einnig hægt að tala um bætt orðspor og bættan starfsanda. Það er því til mikils að vinna við innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi almennt. 

Menu
Top