Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ÍST ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi um ÍST ISO 45001 staðalinn sem fjallar um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar og er hægt að nágast upptöku af honum hér að neðan.

Eyþór Víðisson öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg fjallar um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ÍST ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður öryggis- og löggæslufræðingur.

Fyrirlesturinn í heild sinni

Menu
Top