Nýtt fréttabréf Staðlaráðs

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Starfsemi Staðlaráðs Íslands er sífellt að eflast og mikil gróska að eiga sér stað í staðlagerð hér á landi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Í ljósi þess hefur verið tekin ákvörðun um að hefja á ný útgáfu fréttabréfs, á rafrænu formi, til að miðla til áhugasamra fréttum af starfinu. Fréttabréfið kemur út á tveggja mánaða fresti og mun færa ykkur áhugaverð viðtöl og fréttir úr starfinu frá ýmsum hliðum ásamt því að auglýsa hvað sé á döfinni. Fyrsta fréttabréfið kemur út fyrsta febrúar.

Við vonum að þið njótið vel. 

Hafir þú áhuga á áskrift af fréttbréfinu er hægt að skrá sig HÉR

 

 

Menu
Top