Viðbragð við orkusóun bálkakeðja

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Á vegum CEN og CENELEC, hjá CEN/CLC JTC 19 - Blockchain and Distributed Ledger Technologies, er að hefjast þróun aðferða við flokkun tækninnar sem bálkakeðjur byggja á, til að ná sammæli (consensus) eftir umhverfisáhrifum og sjálfbærni. Þannig má merkja þessa tækni og rafmyntareignir (Crypto) sem keðjurnar geyma eftir orkunotkun og orkunýtni.

Tilgangur þessa stöðlunarverkefnis er að hafa áhrif á mikla orkunotkun bálkakeðjutækni en til dæmis notar bitcointæknin orku á við lítið ríki. Bálkakeðjutækni skilur eftir sig mismunandi stórt umhverfisfótspor (orkunotkun) en hægt er að skapa sammæli um tækni sem notar mun minni orku. Með þessu er stjórnvöldum auðveldað að setja reglur um bálkakeðjur sem stuðla að minna umhverfisfótspori.

ISO og IEC verður boðið verkefnið til úrvinnslu í samræmi við samstarfssamninga staðlasamtakanna. Vænta má mikilla áhrifa ef þessi flokkun nær flugi. Þú heyrðir það fyrst hjá Staðlaráði.

Menu
Top