Stjórnunarkerfisstaðall fyrir gervigreind – ISO/IEC 42001

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Undir lok síðasta árs kom út staðallinn ISO/IEC 42001 Information technology - Artificial intelligence - Management system/Upplýsingatækni - Gervigreind - Stjórnunarkerfi. Í staðlinum eru kröfur og leiðbeiningar fyrir uppbyggingu, innleiðingu, viðhald og samfeldar umbætur á stjórnunarkerfi gervigreindar innan skipulagsheildar.

Staðallinn er ætlaður fyrir skipulagsheild sem veitir eða notar vörur og þjónustu sem notar gervigreind. Staðlinum er ætlað að hjálpa skipulagsheildinni við þróun, veitingu og notkun gervigreindar með ábyrgum hætti við að ná markmiðum og mæta viðeigandi kröfum og skyldum tengdum hagaðilum og væntingum þeirra.

Staðallinn er fyrir allar skipulagsheildir, óháð stærð, gerð og eðli, sem veita eða nota vörur og þjónustur sem nota gervigreindarkerfi.

Staðallinn er stjórnunarkerfisstaðall líkt og ISO 9001 og ISO 14001. Hægt verður að votta stjórnunarkerfið eftir honum í framtíðinni. En þar sem stutt er síðan staðallin kom út er það ekki hægt strax.

Í staðlinum er talsvert fjallað um áhættustjórnun vegna notkunar gervigreindar.

Þeir sem vilja kynna sér málin betur geta skoðað kynningu á vegum ISO/IEC JTC 1/SC 42 sem skrifaði staðalinn á vef BSI.  

Svo er staðallinn að sjálfsögðu til sölu í staðlabúðinni. Fram hafa komið hugmyndir um að þýða staðallinn ef nógu margir sýna því áhuga og vilja leggja til fjármagna er það sjálfsagt.

Guðmundur Valsson ritari FUT
Menu
Top