Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Í allri umræðu um loftslagsmál hefur fókusinn fyrst og fremst verið á þeim aðgerðum sem heimsbyggðin þarf að grípa til svo loftslagsbreytingar muni ekki valda varanlegum og alvarlegum skaða. En þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, fram að þessu, eru langt frá því að vera fullnægjandi. Plánetan er komin að þolmörkum og afleiðingar aðgerðaleysis eru að raungerast í hlýrra loftslagi, meiri ofsa í veðri, aukningu skógarelda, súrnun sjávar og bráðnun hafíss. Svona má lengi telja áfram og við því komin á þann stað að ýmsum afleiðingum loftslagsbreytinga verður ekki hægt að snúa við. Það þýðir þó ekki að við eigum að gefast upp heldur verðum við, samhliða miklum mótvægisaðgerðum, að byrja á því að aðlagast loftslagsbreytingum og þeim afleiðingum sem þær valda.
Þetta er orðið forgangsverkefni víða um heim, að byggja upp seiglu og aðlögun að loftslagsbreytingum. Auk þess að hafa lagt mikla áherslu á að draga úr áhrifum loftslagsbreytingum í gegnum tíðina, þarf að aðlagast. Alþjóðlegu staðlasamtökin (ISO) vinna sem dæmi með samfélögum víðsvegar um heim að því að efla getu þeirra og meta hvar varnarleysi þeirra má finna gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga. Út úr þeirri vinnu hafa komið viðeigandi lausnir sem auka eiga seiglu þeirra og aðlögun að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í þeirra nærumhverfi.
Notkun og fylgni staðla í hinum ýmsu geirum hefur fyrir margt löngu sannað gildi sitt. Þeir tryggja öryggi, velferð, gæði og árangur svo eitthvað sé nefnt. Staðlar hafa einnig sannað gildi sitt þegar kemur að umhverfismálum og er ÍST EN ISO 14001 – Umhverfisstjórnun einn útbreiddasti staðall heims ásamt ÍST EN ISO 9001 – Gæðastjórnun. Á grunni þeirrar árangursríku staðlagerðar hafa aðlögunarstaðlar litið dagsins ljós.
Í nýlegri rannsókn sem unnin var í samstarfi við ISO staðlasamtökin af Háskólanum í Navarra á Spáni, kemur það einmitt fram að viðeigandi staðlar veita lausnir í öllum aðlögunaráætlun. Rannsóknin sem nefnist „Cities as focal points to foster the uptake of ISO standards on Climate change Adaptation“, hafði það að meginmarkmiði að rannsaka hvernig borgir og samfélög í Evrópu og Suður Ameríku eru að nota aðlögunarstaðla þegar kemur að aðlögun að loftslagsbreytingum. Áherslan var að rannsaka hversu mikil notkun aðlögunarstaðla væri almennt, greina ný tækifæri fyrir staðlagerð vegna aðlögunar og vekja athygli á viðeigandi aðlögunarstöðlum.
Rannsóknin leiddi í ljós afar áhugaverða hluti en megin niðurstaðan var að þrátt fyrir miklar áskoranir var þekking á þeim lausnum sem ýmsir aðlögunarstaðlar veita, afar takmörkuð. Að sama skapi leiddi rannsóknin í ljós eftirspurn eftir stöðlun varðandi ýmsar aðrar áskoranir tengt aðlögun að loftslagsbreytingum.
Það eru til staðlar um allt mögulegt en í þessari rannsókn sem við nefnum hér að ofan eru 24 staðlar sem tengjast aðlögun nefndir til sögunnar, þar af 7 staðlar sem eru mikilvægastir til að ná árangri er varðar aðlögun að loftslagsbreytingum.
ÍST EN ISO 14090:2019, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines
ISO 37123:2019, Sustainable cities and communities – Indicators for resilient cities
Þessum og fleiri stöðlum er hægt að beita til að ná árangri þegar kemur að aðlögun að loftslagsbreytingum hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum.
Það er ljóst að áskoranir eru margar þegar kemur að aðlögun að loftslagsbreytingum. Rannsóknin sýndi fram á að mikið verk er óunnið. Það er verkefni að bæta úr því og koma samfélögum víðsvegar um heim í skilning um það hversu mikill ávinningur af notkun aðlögunarstaðla getur verið. Það bæði flýtir fyrir því sem við þurfum nú að búa okkur undir og tryggir góðan árangur sem við getum treyst.