Endurskoðun Byggingarreglugerðar og ný framsetning kostnaðaráætlana

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Byggingarstaðlaráð hélt haustfund sinn í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands þann 22. nóvember s.l. 

Fyrirlesarar fundarins voru tveir;

Ólafur Ágúst Ingason, verkfræðingur og sviðsstjóri hjá EFLU en hann sagði frá nýrri nálgun við framsetningu kostnaðaráætlana sem hafa það að markmiði að skapa sameiginlegan skilning um hugtök og framsetningu og bætir yfirsýn verkkaupa og annarra haghafa ásamt því að auka rekjanleika framúrkeyrslu.

Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá HMS sem fór yfir helstu breytingar og áherslur sem unnið er að fyrir nýja Byggingarreglugerð.

Óhætt er að mæla með áhorfi þar sem líflegar umræður og skoðanaskipti urðu á fundinum.

Upptöku fundarins má finna hér 

Menu
Top