Kynningarfundur um kolefnisjöfnun - 29. nóvember

Staðlaráð Íslands, Arion banki, Deloitte á Íslandi, Loftslagsskrá og Klappir - Grænar lausnir bjóða til opins kynningarfundar um innihald tækniforskriftar um kolefnisjöfnun. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 08:30 - 10:00.

Skráning á viðburðinn fer fram á Facebook síðu Staðlaráðs sem má nálgast HÉR.

Á fundinum verða flutt erindi þar sem kynnt verður nánar innihald tækniforskriftar og hvernig hún mun nýtast fyrirtækjum og loftslagsverkefnum á þeirri vegferð að kolefnisjafna sinn rekstur og framleiða vottaðar kolefniseiningar.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

Menu
Top