Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Undanfarin misseri hefur verið unnið að því á vegum tækninefndar FUT um fjármálaþjónustu, TN-FMÞ, að gefa út nýjan sambankastaðal sem er hinn þriðji í röðinni og kallaður IOBWS 3.0 (Iceland Open Bank Web Service). Eftir þrotlausa vinnu vinnuhópa var nú í apríl gefin út fjögur skjöl. Það er endurskoðuð útgáfa af skjölunum TS 310 Innlendar greiðslur og innlán, TS 313 Erlendar greiðslur, ný útgáfa af skjalinu TS 315 Kröfur og WA 316 Tæknileiðbeiningar. Nú á að vera komin nokkuð heilleg mynd af IOBWS 3.0 en tækninefndin heldur áfram við að endurskoða TS 311 Yfirlit debet og kreditkorta, TS 312 Gengi gjaldmiðla og TS 314 Rafræn skjöl.
Áður hefur TN-FMÞ gefið út staðlana IOBWS 1 og IOBWS 2.