Vinnustofa um landtengingar skipa og staðla

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Haldin var framhaldsvinnustofan VS-6-2 Landtengingar og staðlar þann 24. febrúar 2022. Þátttakendur á vinnustofunni voru 23 frá helstu hagaðilum. Þar voru afgreiddar þrjár vinnustofusamþykktir til viðbótar þeirri fyrstu WA 304 sem samþykkt var á milli funda. Farið var yfir eftirfarandi skjöli og þau afgreidd á vinnustofunni:

• ÍST WA 304 Landtengingar skipa
• ÍST WA 305 Landtengingar skipa – Spenna og tíðni
• ÍST WA 306 Landtengingar skipa – Skilfletir - ábyrgð
• ÍST WA 307 Landtengingar skipa - Yfirlit yfir helstu lög, reglugerðir og staðla

Skjölin eru aðgengileg í vefverslun Staðlaráðs.

Kynnt var að Rafstaðlaráð hefur að undirlagi vinnuhópsins óskað eftir að staðlaraðirnar IEC 80005 og IEC 60092 og staðallinn IEC 60533 verði teknir upp sem íslenskir staðlar. Auglýsingaferli þeirra lýkur í mars og ef ekki koma athugasemdir þá verði þeir orðnir að íslenskum stöðlum í apríl. Staðlarnir eru alþjóðlegir grunnstaðlar vegna landtenginga skipa og hafa Norðmenn, Danir og Svíar tekið staðlana upp sem sína þjóðarstaðla. Staðfesting þeirra sem íslenskra staðla er því liður í samræmingu á Norðurlöndunum. 


Menu
Top