Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Eins og fram hefur komið áður tók Endurmenntun HÍ við námskeiðahaldi Staðlaráðs á haustmánuðum. Nú hefur verið auglýst námskeið sem varðar notkun ÍST EN ISO 27701 -stjórnunarkerfi um vernd persónuupplýsinga en staðallinn sjálfur kom nýverið út í íslenskri þýðingu. Marinó G. Njálsson, sem nemendum á námskeiðum Staðlaráðs er að góðu kunnur, hefur flutt sig yfir til Endurmenntunar til áframhaldandi kennslu.
Skráning og frekari upplýsingar fara fram hér
Námskeið um ÍST EN ISO 27001 og 27002 er góður undanfari að þessu námskeiði