Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Byggingarstaðlaráð hélt á dögunum haustfund sinn þar sem tveir sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þeir Þorsteinn Arnalds og Jón Freyr Sigurðsson héldu kynningar á nýrri Mannvirkjaskrá og eftirliti með gæðastjórnunarkerfum byggingarstjóra.
Hér má finna kynningu á eftirliti með fagaðilum
Hér er tengill á myndband um átak HMS á virkniskoðun með gæðastjórnunarkerfum
Hér er tengill á fræðslumyndband um gæðastjórnunarkerfum
Byggingarstaðlaráð þakkar þeim Þorsteini og Jóni Frey fyrir áhugaverð erindi sem drógu að tugi fagaðila í byggingargeiranum sem tóku þótt í rafrænum fundi ráðsins.