Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Ný tækniforskrift ÍST TS 314:2021 hefur nú verið gefin út. Þessi tækniforskrift er skrifuð með það að leiðarljósi að finna ákjósanlegustu leiðina við að innleiða skjalaþjónustu í IOWBWS 3.0 samkvæmt kröfum íslenskra banka. API tengi gerir bókhaldskerfum, greiðslukerfum, upplýsingakerfum og öðrum kerfum kleift að skiptast á gögnum hjá bönkum án þess að skrá sig í hefðbundinn heimabanka. Dæmi um slík skipti á gögnum getur verið í gegnum viðmót bókhaldskerfa. Með einum hnappi í bókhaldskerfi er hægt að nálgast rauntíma gögn sem framkvæmist af bakgrunnskerfi.
Tækninefnd FUT um fjármálaþjónustu (TN-FMÞ) vann skjalið sem lið í sambankaþjónustuverkefninu IOBWS 3.0.
Verkefnið IOBWS 3.0 er að mestu fjármagnað með styrk frá Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka
Þessa tækniforskrift er hægt að nálgast í staðlabúðinni okkar.