Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
ÍST EN ISO/IEC:2021 - Öryggisaðferðir – Viðbætur við ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 og ÍST EN ISO/IEC 27002:2017 fyrir stjórnunarkerfi um persónuvernd – Kröfur og leiðbeiningar (ISO/IEC 27701:2019) hefur nú verið gefinn út í íslenskri þýðingu.
Þetta skjal tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða, viðhalda og stöðugar umbætur stjórnunarkerfis um persónuvernd (SuP) sem framlengingu á ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 m.t.t. stjónunar á persónuvernd innan skipulagsheildarinnar. Einnig tilgreinir þetta skjal kröfur tengdar SuP og veitir leiðsögn fyrir ábyrgðaraðila og vinnsluaðila sem bera ábyrgð og/eða vinna PU. Þetta skjal gildir fyrir allar tegundir og stærðir skipulagsheilda, þar með talið opinberar stofnanir og einkafyrirtæki, ríkisstofnanir og stofnanir sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni, sem eru ábyrgðaraðilar og/eða vinnsluaðilar sem vinna PU innan stjórnunarkerfis sinna.
Þýðingin var unnin af vinnuhóp tækninefndar FUT um upplýsingaöryggi og persónuvernd (TN-UPV)
Staðallinn er nú fáanlegur í staðlabúðinni.