Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Nú hefur ÍST EN ISO 19011:2018, Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa verið gefinn út í íslenskri þýðingu og er hann aðgengilegur í Staðlabúðinni.
Í þessu skjali er veitt leiðsögn um úttektir á stjórnunarkerfum, þar með töldum meginreglum úttekta, stjórnun úttektaráætlunar og framkvæmd stjórnunarkerfisúttekta, sem og leiðsögn um mat á hæfni einstaklinga sem koma að úttektarferlinu. Þar eru meðtaldir þeir sem stjórna úttektaráætluninni, úttektarmenn og úttektarteymi. Allar skipulagsheildir sem þurfa að skipuleggja og framkvæma innri eða ytri úttektir á stjórnunarkerfum eða stjórna úttektaráætlun geta nýtt sér staðalinn. Mögulegt er að beita þessu skjali á aðrar tegundir úttekta að því tilskildu að þeirri tilteknu hæfni sem þörf er á sé gefinn sérstakur gaumur.
Mikil vinna og kostnaður fer í að þýða staðla og hefði ekki verið hægt að ráðast í verkefnið án stuðnings hagsmunaaðila sem með rausnarlegum hætti lögðu sitt af mörkum.
Þeir aðilar eru:
Færum við öllum styrktaraðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.