Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Samkvæmt ábendingum hagsmunaaðila ákvað Byggingarstaðlarráð að endurskoða ÍST 51 Byggingarstig húsa. Fjórða útgáfa staðalsins hafði verið í gildi frá árinu 2001 og því orðin rík ástæða til að yfirfara efni staðalsins með tilliti til þeirra breytinga og þróunar sem hefur átt sér stað síðastliðin 20 ár. Helstu breytingar í nýrri útgáfu staðalsins sem tók gildi 4. Júní 2021 eru:
Endurskoðun staðalsins var unnin af vinnuhópi fulltrúa frá hagsmunaaðilum og sátu í þeim hópi eftirtaldir aðilar:
Davíð Björnsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja/Landsbankinn
Elmar Erlendsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Einar Páll Kærnested frá Félagi fasteignasala
Friðrik Á Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins
Guðjón Steinsson frá Þjóðskrá Íslands
Hafsteinn Pálsson frá BSTR / Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Jón Guðmundsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Magnús Sædal Svavarsson frá Samband ísl. sveitarfélaga
Sveinn Björnsson frá Félagi byggingarfulltrúa
Arngrímur Blöndahl, ritari BSTR
Byggingarstaðalráð kann þessum fulltrúum bestu þakkir fyrir þá miklu vinnu sem felst í svona starfi og vonast eftir að ný útgáfa staðalsins eigi eftir að koma sér vel á komandi árum.