Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Með því að innleiða stjórnunarkerfi í fyrirtækinu þínu færðu yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins. Það skapar traustan grunn fyrir ákvarðanir um hvernig á að bæta og þróa þitt fyrirtæki. Stjórnunarkerfi er hægt að innleiða á ýmsan máta, meðal annars eftir þörfum hvers fyrirtækis, markmiðum, framleiðslu, þjónustu og menningu ásamt að hluta eftir stefnumörkun fyrir vörur, frammistöðu, mörkuðum og viðskiptavinum.
Einstakir staðlar fyrir stjórnunarkerfi eru almennir, sem þýðir að þeir eru ekki þróaðir með sérstakt fyrirtæki í huga. Þess vegna gefur einstakur staðall ekki endanlegt svar við því hvernig stjórnunarkerfi hentar einstöku fyrirtæki. Ýmsir þættir geta þó hjálpað fyrirtæki við að innleiða heildrænt kerfi með áherslu á stjórnun og viðeigandi viðskiptaferla fyrir viðkomandi áherslusvið.
Stjórnunarkerfisstaðlar eru í boði allt frá umhverfis- og orkustjórnun til upplýsingaöryggis og nýsköpunar. Eitt útbreiddasta stjórnunarkerfið er ISO 9001 fyrir gæðastjórnun sem notað er af meir en milljón fyrirtækjum um allan heim. Hér er listi yfir þá helstu sem í boði eru í staðlabúðinni okkar
ÍST EN ISO 9001 - Gæðastjórnunarkerfi
ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnunarkerfi
ÍST EN ISO 22000 - Food Safety management system
ÍST EN ISO 22301 - Business continuity management systems
ÍST EN ISO 26000 - Leiðbeiningar um samfélagsábyrgð
ÍST EN IEC/ISO 27001 - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi
ISO/IEC 27701 - Security techniques
ÍST ISO 45001 - Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað
ÍST EN ISO 50001 - Energy management system