Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja kunna að halda að staðlar séu of flókin verkfæri til að þeir geti nýtt þá. Það er fjarri sanni. Staðlanotkun auðveldar samkeppni við stærri fyrirtæki, opnar aðgengi að nýjum mörkuðum, hjálpa stjórnendum að auka gæði vöru og þjónustu, auðvelda vöxt fyrirtækja, draga úr kostnaði og auka hagnað.
ISO tók viðtöl við stjórnendur nokkurra lítilla fyrirtækja með starfsmannafjölda á bilinu 3-48.
Kíktu á hvað staðlar geta gert fyrir þitt litla fyrirtæki.